Framlag okkar til aukins skilnings og meðferðarúrræða við fjölþátta langvinnum sjúkdómum.
Í opnum samskiptum okkar við áhifafólk í heilbrigðisþjónustu og sjúklinga, höfum við séð áskoranir í heilbrigðismálum á heimsvísu, þar sem Teva hefur einstaka aðstöðu til að aðstoða við leit að lausnum. Fjölþátta langvinnir sjúkdómar einkennast af því að tveir eða fleiri langvinnir sjúkdómar eru til staðar. Þetta geta m.a. verið langvinnir sjúkdómar—sem fæstir smitast á milli einstaklinga, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, en einnig smitsjúkdómar eins og berklar og alnæmisveira. Langvinnir fjölsjúkdómar hafa áhrif á einn af hverjum þremur fullorðnum einstaklingum í heiminum.
Vaxandi álag vegna fjölþátta langvinnra sjúkdóma gerir meðferð flóknari, margfaldar heilbrigðiskostnað og það sem mestu máli skiptir, hefur áhrif á einstaklinga, umönnunaraðila, samfélög og heilbrigðiskerfi.
Teva einsetur sér að leggja sitt af mörkum til að takast á við langvinna fjölsjúkdóma með því að styðja við skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustu, á vísindalegum grunni, sem miðar að áþreifanlegum árangri. Með þverfaglegri samvinnu höfum við möguleika á að auka lífsgæði fólks með fjölþátta langvinna sjúkdóma og umönnunaraðila þeirra, samhliða því að minnka kostnað í heilbrigðisþjónustu einstaklinga og samfélagsins.
Nánar um fjölþátta langvinna sjúkdóma hér og einnig skýrslu óháðra aðila sem Teva lét gera, um hnattræna stöðu fjölþátta langvinnra sjúkdóma.